Skilmálar
1 Almennt
1.1 Skilmálar þessir gilda um þá þjónustu sem veitt er í gegnum vefsíðuna www.buyicelandic.com til þeirra aðila aðila sem bjóða vöru og/eða þjónustu til sölu á vefsíðunni (hér eftir „söluaðilar“). Eigandi www.buyicelandic.com er félagið Stafræn markaðstorg ehf.(hér eftir SMT), kt. 570907-0930, Árakri 5, 210 Garðabæ. Hér eftir verður vísað til félagsins og www.buyicelandic.com saman sem „SMT“. Þegar vísað er til dótturfélaga og annarra vefsíðna í eigu félagsins verður vísað til þeirra saman sem „samstæðan“.
1.2 Söluaðilar staðfesta að þeir hafi kynnt sér og samþykkt skilmála þessa með stofnun aðgangs á vefsíðu SMT í því skyni að markaðssetja og selja þar vöru og/eða þjónustu. Samþykki söluaðili ekki skilmálana skal hann ekki nota vefsíðuna.
1.3 Veiti söluaðili öðrum notanda vefsíðu SMT heimild til að blogga um vöru og/eða þjónustu söluaðila ber söluaðili ábyrgð á efni og framsetningu bloggsins. SMT ber ekki ábyrgð á hvers konar tjóni eða kostnaði sem rekja má til bloggsins.
2 Stofnun aðgangs
2.1 Söluaðili stofnar notendaaðgang í því skyni að nýta sér vefsíðu SMT og afurði hennar. Söluaðili er ábyrgur fyrir sínum eigin aðgangi, notendanafni og lykilorði, ásamt þeim aðgerðum sem söluaðili framkvæmir á vefsíðunni.
2.2 Ef söluaðili þarf að hafa tilskilin leyfi til að selja sína vöru og/eða þjónustu er einungis tekið við skráningum frá söluaðilum sem hafa tilskilin leyfi. Skráning frá söluaðilum sem hafa ekki tilskilin leyfi verður hafnað og/eða afskráð komi slíkt fram eftir skráningu. Skrái söluaðili sig og segist hafa tilskilin leyfi en það reynist ekki rétt er litið á slíkt sem sviksamlegt athæfi sem felur meðal annars í sér tafarlausa afskráningu á aðgangi söluaðila.
2.3 Söluaðila er óheimilt að þykjast vera einhver annar en hann er (t.d. með því að yfirtaka auðkenni annars fyrirtækis) eða stofna aðgang fyrir annan en aðila, skrá tölvupóst sem ekki er í eigu söluaðila, eða stofna til fjölda aðganga.
2.4 Söluaðili samþykkir að upplýsa SMT tafarlaust ef um ósamþykkta notkun á skráðum aðgangi á vefsíðunni.
2.5 SMT áskilur sér rétt til að loka hvaða aðgangi sem er hvenær sem er án viðvörunar.
3 Efni á aðgangi söluaðila
3.1 Söluaðili getur lagt til efni á vefsíðuna með nokkrum leiðum, t.d.:
- Fylla út umsókn um notendaaðgang;
- Skrifa/hlaða inn vörum/þjónustum til sölu;
- Hlaða inn myndum/myndefni;
- Eiga samskipti við viðskiptavini;
- Koma inn markaðsefni;
- Aðgang að bloggurum SMT eða viðskiptavina;
- Skrifa umsögn og athugasemdir við greinar.
3.2 Allt efni tengt vöru og/eða þjónustu sem birtist á vefsíðunni skal vera í samræmi við reglur SMT um gæði þess efnis sem sett er á vefsíðuna. Allar nýjar vörur og/eða þjónusta verður að standast skoðun og verður ekki sýnilegt á vefsíðunni fyrr en það er samþykkt af starfsmanni SMT. Ef vara og/eða þjónusta er ekki samþykkt, fær söluaðilinn skilaboð þess efnis með lýsingu á því hvað olli því að efnið var ekki samþykkt á þeirra eigin svæði á vefsíðu SMT. Þegar söluaðili hefur lagfært efnið er hægt að senda efnið aftur til samþykktar.
3.3 Allt efni sem birt er á vefsíðunni af söluaðila er eign SMT. SMT er heimilt að nota efnið, birta það á sinni vefsíðu eða öðrum sem eru í eigu félagsins, endurforsníða, nota í auglýsingum SMT og annarri vinnu, dreifa að vild og leyfa öðrum að gera það sama í tengslum við þeirra vefsíður og miðla.
3.4 Söluaðilar verða að eiga og/eða hafa tilskilda heimild til að nota og heimila notkun á efni því sem þeir hafa gert aðgengilegt á vefsíðu SMT. Söluaðilum er ekki heimilt að gefa það í skyn að efni söluaðila á notendaaðgangi þeirra sé með nokkrum hætti styrkt, samþykkt eða mælt með af SMT. Söluaðili einn ber einn ábyrgð á eigin efni.
3.5 Söluaðili þarf að tryggja að efni þeirra sé ávalt sannleikanum samkvæmt, áreiðanlegt og ekki misvísandi. Söluaðili er ávallt ábyrgur fyrir því að uppfæra og leiðrétta staðhæfingar um sitt fyrirtæki, vöru og þjónustu.
3.6 Í þeim tilfellum sem SMT óskar eftir því við söluaðila að uppfæra efni, skal söluaðili bregðast strax við og uppfæra efnið og það án óvenjulegra tafa. SMT áskilur sér þann rétt að taka efni úr birtingu sem inniheldur úrelt efni án þess að upplýsa söluaðila um slíka aðgerð.
3.7 SMT og félög innan samstæðunnar er heimilt að birta auglýsingar eða annað efni til hliðar, með eða í tengslum við efni söluaðila á vefsíðunni eða öðrum miðlum. Söluaðilar hafa ekki rétt á greiðslum eða bótum vegna slíkra auglýsinga eða annarrar notkunar á efni söluaðila. Umfang, tegund og framkvæmd slíkra auglýsinga er ekki háð tilkynningu eða samþykki söluaðila.
4 Ábyrgðir
4.1 SMT á og rekur kerfi sem er aðgengilegt á www.buyicelandic.com. SMT skal ekki undir neinum kringumstæðum vera samábyrgt skyldum seljanda.
4.2 Söluaðili ber einn ábyrgð á þeim upplýsingum sem hann setur fram á vefsíðu SMT sem og gæðum og eiginleikum þeirrar vöru og/eða þjónustu sem markaðssett er á vefsíðu SMT og tjóni sem rekja má til notkunar eða galla á viðkomandi vöru og/eða þjónustu. Söluaðili ber ábyrgð gagnvart kaupendum vegna vanefndaúrræða sem kaupendur kunna að eiga rétt á að grípa til.
4.3 SMT ber ekki ábyrgð á hvers konar tjóni eða göllum sem rekja má til vöru og/eða þjónustu seljanda eða þeirra upplýsinga sem seljandi hefur sett fram um viðkomandi vöru og/eða þjónustu. Seljendur skulu bæta SMT hvern þann skaða sem SMT kann að verða fyrir og halda skaðlausu fyrir og gegn hvers konar kostnaði og kröfum vegna eiginleika vöru og/eða þjónustu söluaðila og/eða upplýsinga sem seljandi veitir um viðkomandi vöru og/eða þjónustu.
4.4 Söluaðili ber að fullu ábyrgð á afhendingu vöru og/eða þjónustu til kaupenda. Ef söluaðili notast við þjónustu þriðja aðila til að koma vöru eða þjónustu til kaupenda er afhending einnig á ábyrgð söluaðila. Ef þriðji aðili uppfyllir ekki skyldur sem söluaðili hefur lofað sínum kaupendum ber söluaðili ábyrgð gagnvart kaupendum vegna vanefndaúrræða sem kaupendur kunna að eiga rétt á að grípa til og skal tafarlaust hafa samband við kaupanda og gera honum viðvart um drátt á afhendingu.
4.5 Ef ekki reynist mögulegt að útvega eða afhenda selda vöru og/eða þjónustu vegna óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra ytri atvika eins og alvarlegra veðurskilyrða og náttúruhamfara, skal söluaðili upplýsa kaupanda tafarlaust og bjóða viðkomandi inneign, endurgreiðslu eða bæta kaupanda tjón sitt á annan umsaminn hátt.
4.6 Sjái söluaðili ekki fram á að geta veitt áður boðna þjónustu eða verð á vöru skulu þeir útvega notendum sambærilega þjónustu eða endurgreiða að fullu.
4.7 Komi það fyrir að söluaðili hætti við sölu, tekur vöru úr sölu, breytir vörulýsingu, uppfyllir ekki skyldur um afhendingu seldrar vöru og/eða þjónustu til kaupanda, ofbókar þjónustu eða selur vöru umfram lagerstöðu, skal söluaðili bera fulla ábyrgð á slíku gagnvart kaupendum.
4.8 SMT ber ekki ábyrgð á þeim upplýsingum (meðal annars greiðsluupplýsingum) sem kaupendur útvega. SMT ber ekki ábyrgð á greiðslum kaupenda.
4.9 Óski söluaðili eftir aðstoð þjónustuborðs SMT við að breyta upplýsingum um vöru og/eða þjónustu eða setja inn nýja vöru eða þjónustu fylgir það verðskrá SMT.
4.10 Söluaðilar samþykkja að nota ekki upplýsingar sem safnað hefur verið saman um kaupendur til að nálgast þá í gegnum netið eða á öðrum miðlum (svo sem prent-, skjá- og útvarpsmiðlum).
4.11 Söluaðilar samþykkja að skil kaupenda á vörum séu samkvæmt reglum evrópusambandsins um vöruskil á vörum keyptar á netinu. Nánari upplýsingar um þær má finna á: https://europa.eu/youreurope/citizens/consumers/shopping/guarantees-returns/
5 Verð
5.1 Þjónusta SMT byggir á því að verð þeirrar vöru og/eða þjónustu sem markaðssett er á vefsíðu SMT skal vera lægsta verð sem viðkomandi vara og/eða þjónusta er seld á af söluaðila. Söluaðilar mega því ekki bjóða þær vörur og/eða þjónustu sem markaðssettar eru á vefsíðu SMT á lægra verði á öðrum vefsíðum eða öðrum rafrænum miðlum, þ.m.t. þeirra eigin vefsíðu. Komi í ljós að söluaðili bjóði vöru og/eða þjónustu á lægra verði á annarri vefsíðu eða rafrænum miðli skal hann tafarlaust laga verðin þannig að verð á vefsíðu SMT verði lægsta verð sem í boði er. Söluaðili skal bæta SMT verðmuninn á þeirri vöru og/eða þjónustu sem seld hefur verið á lægra verði annars staðar með greiðslu til félagsins.
5.2 Verð sem birt eru á vefsíðu SMT eða öðrum vefsíðum samstæðunnar skulu vera lýsandi fyrir kaupendur þannig að hægt sé að skilja verð miðað við magn, svo sem hvað ein eining kostar af viðkomandi vöru og/eða þjónustu. Öll verð skulu innihalda virðisaukaskatt sem og önnur opinber gjöld og kostnað sé því komið við. Söluaðilum er ekki heimilt að innheimta annan kostnað af kaupendum en þann sem kemur fram á vefsíðu SMT.
5.3 Söluaðilar eiga ekki rétt á endurgreiðslu frá SMT á þóknun ef söluaðili ákveður að hætta við sölu þjónustu og/eða vöru vegna aðstæðna sem söluaðilar hafa sjálfir stjórn á (t.d. ofbókun, bilun í búnaði, skaða sem aðili á vegum söluaðila veldur á vöru eða þjónustu).
6 Þóknun
6.1 Þóknun SMT er hlutfall af heildarupphæð seldrar vöru. Við skráningu söluaðila á vefsíðu SMT er valin þjónustuleið fyrir viðkomandi söluaðili, þar kemur fram þóknunar hlutfall sem og annar þjónustukostnaður. Virðisaukaskattur leggst alltaf ofan á þóknun SMT.
6.2 SMT hefur heimild til að uppfæra verðskrá sína eftir þörfum og upplýsa seljendur.
7 Færsluhirðing og uppgjör
7.1 Með samningi þessum samþykkja söluaðilar að Rapyd sjái um færsluhirðingu og uppgjör fyrir hönd SMT.
7.2 Til að uppfylla skyldur samnings SMT við Rapyd þarf að afla ákveðinna upplýsinga um söluaðila áður en uppgjör getur átt sér stað. Þetta tengist reglum um peningaþvætti, misnotkun, hryðjuverk og annarra laga. Rapyd mun sjá um öflun þessara upplýsinga.
7.3 Taxti á þóknun samkvæmt samningi þessum er gefin upp án vsk.
7.4 Við uppgjör samþykkir söluaðili að SMT hafi heimild til að draga frá þóknun samkvæmt samningi þessum sem og skuldajafna.
7.5 Ef einhver notandi, banki eða aðrir sem gætu óskað eftir endurkröfu (e. Chargeback) er það á ábyrgð Seljanda, þá er SMT heimilt að taka þóknun vegna endurgreiðslu.
7.6 Þegar endurgreiðsla (e. Refund) er að kröfu seljanda hefur SMT heimild til að skuldfæra þóknun af reikningi seljanda um leið og endurgreiðslan á sér stað, eða næst þegar seljandi á inneign.
7.7 SMT greiðir söluaðilum söluverð seldrar vöru og/eða þjónustu allt að 30 dögum eftir að varan og/eða þjónustan hefur verið afhend kaupanda að frádreginni þóknun SMT og færsluhirðingartaxta.
8 Skilmálar, uppsögn og breytingar
8.1 SMT áskilur sér rétt til að breyta skilmálunum hvenær sem er með því að uppfæra þá á vefsíðu sinni. SMT ráðleggur söluaðilum að skoða skilmálana reglulega til að þeir átti sig á hvaða breytingar hafa verið gerðar. Haldi söluaðili áfram að nota vefsíðu SMT eftir að skilmálum hefur verið breytt og þeir birtir á vefsíðunni jafngildir það samþykki söluaðila á breytingunum.
8.2 SMT er heimilt að eyða, segja upp eða loka aðgangi söluaðila að vefsíðum sínum að fullu eða að hluta að eigin frumkvæði og án fyrirvara og ábyrgðar að öllu leiti. Til dæmis er SMT heimilt að eyða eða segja upp aðgangi söluaðila eða koma í veg fyrir notkun ef um misnotkun er að ræða á vefsíðu SMT.
8.3 Söluaðila er heimilt að segja upp skilmálum þessum hvenær sem er með því að loka aðgangi sínum og þar með hætta notkun á öllum afurðum síðunnar. Loki söluaðili aðgangi sínum hefur SMT heimild til að nota efni söluaðila sem birt hefur verið á vefsíðunni og er ekki undir neinum kringumstæðum skylt að fjarlægja efni söluaðila.
9 Lög og varnarþing
9.1 Um skilmála þessa og þjónustu SMT gilda íslensk lög.
9.2 Rísi ágreiningur um gildi, túlkun eða framkvæmd skilmála þessara og samnings SMT og söluaðila skulu aðilar leitast við að útkljá slíkan ágreining vinsamlega með samkomulagi. Beri sáttaviðleitni aðila ekki árangur skal leggja slíkan ágreining fyrir Héraðsdóm Reykjaness.
9.3 Stefna SMT um meðhöndlun kvartana sem og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu SMT.